Erlent

Bollywood-stjarna gæti fengið 6 ára dóm

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Salman Khan mætir fyrir réttinn í Jodhpur.
Salman Khan mætir fyrir réttinn í Jodhpur.
Dómstóll á Indland hefur sakfellt Bollywood-stjörnuna Salman Khan fyrir veiðiþjófnað.

Honum var gefið að sök að hafa drepið tvær sjaldgæfar og friðaðar antílópur í vesturhluta landsins árið 1998. Khan, sem er ein allra skærasta kvikmyndastjarna Indverja, var þar við tökur á kvikmynd og voru fjórir meðleikarar hans einnig ákærðir fyrir aðkomu að veiðiþjófnaðinum.

Þeir voru hins vegar allir sýknaðir, ólíkt Khan sem gæti átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi vegna málsins. Hann getur þó áfrýjað dómnum til hærra dómstigs en ekki liggur fyrir hvort af því verður.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Khan kemst í kast við lögin. Hann hefur til að mynda tvívegis verið sýknaður, árið 2015 tókst ekki að sanna að hann hafi ekið á heimilislausan mann, með þeim afleiðingum að hann lést, og árið 2016 var hann sýknaður í öðru veiðiþjófnaðarmáli.

Antílóputegundin Antilope cervicapra, sem stundum er einfadllega kölluð indverska antílópan, er friðuð.Wikipedia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×