Fótbolti

Rúnar og félagar náðu í sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson Vísir/Getty
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Nordsjælland í 3-1 sigrí á Álaborg í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Gestirnir frá Álaborg komust yfir strax á 8. mínútu en tvö mörk á átta mínútna kafla komu heimamönnum yfir. Tobias Mikkelsen gerði það fyrra og jafnaði leikinn og Mathias Jensen kom Nordsjælland yfir úr vítaspyrnu.

Jensen lagði svo upp fyrir nafna sinn Mikkel Rygaard Jensen sem gulltryggði 3-1 sigurinn.

Nordsjælland er með 53 stig í þriðja sæti, tíu stigum frá toppliðum Bröndby og Midtjylland sem eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×