Innlent

Útlit fyrir hlýnandi veður

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Svona verður veðrið kl.17 á morgun, mánudag, samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Svona verður veðrið kl.17 á morgun, mánudag, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt í dag. Sums staðar dálítil él um landið sunnanvert, en yfirleitt bjartviðri annars staðar. Strekkings vindur allra vestast seinnipartinn í dag en syðst á morgun. Heldur hlýnandi veður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Suðlægari á þriðjudag og áfram úrkomulítið en rigning um landið vestanvert á miðvikudag og þá gæti orðið frostlaust á öllu landinu og einnig að næturlagi.

Veðurhorfur á landinu í dag

Hægt vaxandi austan- og suðaustanátt S- og V-til í dag, 8-15 m/s um kvöldið, hvassast V-ast í dag en syðst á morgun. Dálítil él sunnantil, einkum þó SA-lands, en annars víða bjartviðri. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn, en talsvert frost í innsveitum í nótt.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustan 8-15 m/s og dálítil rigning S- og V-lands, hvassast við ströndina, en annars hægari og þurrt. Hlýnar í veðri og hiti 3 til 8 stig síðdegis.

Á miðvikudag:
Sunnan- og suðaustanátt, 10-15 m/s og talsverð rigning á V-verðu landinu, en annars hægari og úrkomuminni, bjartviðri NA-lands. Hiti víða 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Fremur mild suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til.

Á föstudag:
Útlit fyrir allhvassa vinda með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands og kólnandi veður.

Á laugardag:
Austlægir vindar og dálítil úrkoma A-lands, en annars þurrt að mestu. Fremur svalt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.