Fótbolti

Fyrrum leikmaður Vals og ÍBV handtekinn: „Gefðu mér bara sekt, ég er milljónamæringur“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Hurst var í herbúðum Vals fyrir fjórum árum.
James Hurst var í herbúðum Vals fyrir fjórum árum. vísir/daníel
Fyrrum leikmaður Vals og ÍBV í Pepsi deild karla hefur komið sér í ærin vandræði með hroka og stjörnustælum eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri.

James Hurst spilaði með ÍBV árið 2010 og Val bæði 2013 og 2014 ásamt því að eiga að baki einn leik í ensku úrvalsdeildinni með West Bromwich Albion tímabilið 2010-11.

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur leikmanninum eftir að hann mætti ekki í réttarsal vegna ákæru um ölvunarakstur.

Einn af lögregluþjónunum sem átti við Hurst umrætt kvöld sagði í réttarsal að hann hafi verið „hrokafullur og sýndi enga iðrun.“

„Ég er milljónamæringur, ég skal borga sektina, mér er alveg sama,“ á Hurst að hafa sagt samkvæmt vitnisburði lögreglunnar.

Þá bað hann lögreglukonuna Anita Hickish um að fletta honum upp á leitarvefnum Google, því hann væri „stjarna.“

Hurst er þessa stundina án félags eftir að hafa yfirgefið utandeildarlið Wrexham í marsmánuði. Hann á að baki 34 leiki í bikar og efstu deild á Íslandi þar sem hann skoraði 3 mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×