Fótbolti

Pique: Ég mun ekki sofa á nóttinni

Dagur Lárusson skrifar
Gerard Pique
Gerard Pique vísir/getty
Gerard Pique, leikmaður Barcelona, kom með kaldhæðið skot á Zidane, stjóra Real Madrid, eftir að Zidane sagði að lið hans myndi ekki standa heiðursvörð er liðin mætast í næsta mánuði.

 

Barcelona er með stórt forskot á toppi spænsku deildarinnar og mun að öllum líkindum vera búið að vinna deildina þegar liðin mætast í maí. Zidane telur það þó ekki við hæfi að liðið sitt standi heiðursvörð.

 

„Ég veit ekki hversu oft þið ætlið að spurja mig en ég er búinn að ákveða mig og þetta er mín ákvörðun. Ég skil ekki afhverju við ættum að standa heiðursvörð og þess vegna munum við ekki gera það,“ sagði Zidane.

 

Pique virtist ekki hugsa mikið út í ummæli Zidane. 

 

„Ég mun ekki sofa á nóttinni,“sagði Pique kaldhæðnislega.

 

„Mér er sama. Við höfum verið frábærir í vetur. Við vorum á miklu flugi á fyrri hluta tímabilsins og höfum eflaust slakað aðeins á á seinni hlutanum en það skiptir ekki máli, við erum ennþá með afgerandi forystu.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×