Fótbolti

Sigur hjá Heimi og félögum

Dagur Lárusson skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. vísir/Eyþór
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB unnu sterkan útisigur á EB/Streymi í færeysku deildinni í dag en lokastaðan var 0-1.

 

Brynjar Hlöðversson var á sínum stað í byrjunarliði HB en þjálfari EB/Streymur, sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn, taldi að HB væri sigurstranglegra og hafði hann greinilega eitthvað til síns máls enda byrjaði HB mikið betur. 

 

Það var þó ekki fyrr en í seinni hálfleiknum þegar fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljóst en það kom af vítapunktinum. HB fékk vítaspyrnu snemma í seinni hálfleiknum og var það Símun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, sem steig á punktinn og skoraði og kom HB yfir.

 

Eftir leikinn er HB í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig á með EB/Streymur er í þriðja sæti með jafn mörg stig en með betri markatölu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×