Innlent

Hægviðri en dálítil úrkoma

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu eru líkur á lítilsháttar rigningu eða slyddu öðru hvoru í dag.
Á höfuðborgarsvæðinu eru líkur á lítilsháttar rigningu eða slyddu öðru hvoru í dag. VÍSIR/VILHELM

Í dag, föstudaginn langa, má búast við fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt víðast hvar á landinu. Þá má einnig búast við dálítilli úrkomu í flestum landshlutum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á höfuðborgarsvæðinu verður breytileg átt og skýjað að mestu en líkur á lítilsháttar rigningu eða slyddu öðru hvoru í dag. Hiti 2 til 6 stig að deginum.

Á morgun verður að öllum líkindum þurrt í veðri nema allra syðst á landinu og þá fer veður kólnandi. Búast má við frosti um allt land að næturlagi og hiti fer að öllum líkindum ekki yfir 5-6 gráður yfir hádaginn – þar sem best lætur. Útlit er fyrir að einna mildast verði við suður- og suðvesturströndina.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

Í dag:
Norðlæg átt, 3-10 í dag, en austlægari á morgun. Skýjað að mestu og allvíða dálítil úrkoma, en yfirleitt þurrt á morgun, síst syðst. Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast syðst.
Á sunnudag (páskadagur):
Fremur hæg breytileg átt. Dálítil snjókoma eða él norðvestan- og vestanlands, en annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag (annar í páskum):
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil snjókoma eða él í flestum landshlutum, einkum sunnanlands. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina að deginum. Talsvert frost um kvöldið.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustanátt með éljagangi og svölu veðri, en yfirleitt þurrt SV-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.