59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 19:30 Rússar gjalda líku líkt. Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira