59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 19:30 Rússar gjalda líku líkt. Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent