Fótbolti

Tuchel velur Bayern frekar en Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hvað gerir Tuchel í sumar?
Hvað gerir Tuchel í sumar? vísir/getty
Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Dortmund, tekur frekar við Bayern Munchen en Arsenal geti hann valið milli félaganna í lok tímabilsins fari sem svo að bæði lið skipta um þjálfa. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Tuchel var rekinn frá Dortmund í maí á síðasta ári og hefur hann verið að leita eftir rétta stjórastarfnu síðan þó. Hann var rekinn einungis þremur dögum eftir að hafa unnið þýska bikarinn en árangurinn í deildinni þótti ekki góður.

Einhverjar fréttir bárust frá Þýskalandi í dag að Tuchel myndi hafna Bayern til þess að taka við Arsenal hætti Arsene Wenger eftir tímabilið en heimildir Sky herma að það sé ekki alls kosta rétt. Það hafa enn engir samningar verið gerðir milli Arsenal og Tuchel.

Tuchel vill fyrst og fremst komast til Bayern en komist hann ekki að þar þá er hann opinn fyrir að færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Chelsea og Arsenal eru taldir líklegir áfangastaðir en hann hafnaði Southampton fyrir nokkrum vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×