Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Einar Sigurvinsson skrifar 22. mars 2018 15:00 Gylfi Sigurðsson stjórnar víkingaklappi eftir sigurinn á móti Tyrklandi. getty Gylfi Sigurðsson er í hópi með Harry Kane, Manuel Neuer og Neymar á lista Sky Sports yfir stærstu nöfnin sem eiga á hættu að missa af heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Gylfi er kannski ekki jafn mikil stjarna og Neymar, en fjarvera hans myndi hafa svipuð áhrif á íslenska landsliðið, sem er að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ segir í umfjöllun Sky um Gylfa. Það er þó tekið fram að líkurnar á að Gylfi nái mótinu séu góðar og hugsanlega muni hann geta leikið aftur fyrir Everton áður en tímabilinu lýkur. Ef það fer hins vegar svo að Gylfi verði meiddur gæti Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Karabukspor, komið inn í liðið í hans stað. Neymar og Neuer einnig á listanumNeymar meiddist í leik gegn Marseille á dögunum.gettyTvö af stærstu nöfnunum sem Sky telur að séu í hættu á að missa af HM er þeir Neymar og Manuel Neuer. Neymar meiddist á síðasta heimsmeistaramóti og væri gífurlegt áfall fyrir Brasilíu ef hann kæmist ekki með liðinu til Rússlands í sumar. Hann fór í aðgerð fyrir skömmu eftir að hafa brotið bein í ristinni og gæti verið frá í þrjá mánuði. Fyrirliði þýska landsliðsins, Manuel Neuer, fótbrotnaði í september á síðasta ári og hefur síðan sett stefnuna á að verða orðin klár fyrir heimsmeistaramótið. Hann fór hins vegar fyrir skömmu til Tælands í endurhæfingu og telur Sky það ekki vera góðs viti fyrir ástand hans. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern Munich, hefur þó sagt að hann sé jákvæður fyrir því að Neuer geti snúið aftur á völlinn í apríl. Aðrir leikmenn sem Sky nefnir eru Harry Winks, Filipe Luis og Alexander Kokorin en listann í heild sinni má sjá á vef Sky Sports. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Gylfi Sigurðsson er í hópi með Harry Kane, Manuel Neuer og Neymar á lista Sky Sports yfir stærstu nöfnin sem eiga á hættu að missa af heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Gylfi er kannski ekki jafn mikil stjarna og Neymar, en fjarvera hans myndi hafa svipuð áhrif á íslenska landsliðið, sem er að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ segir í umfjöllun Sky um Gylfa. Það er þó tekið fram að líkurnar á að Gylfi nái mótinu séu góðar og hugsanlega muni hann geta leikið aftur fyrir Everton áður en tímabilinu lýkur. Ef það fer hins vegar svo að Gylfi verði meiddur gæti Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Karabukspor, komið inn í liðið í hans stað. Neymar og Neuer einnig á listanumNeymar meiddist í leik gegn Marseille á dögunum.gettyTvö af stærstu nöfnunum sem Sky telur að séu í hættu á að missa af HM er þeir Neymar og Manuel Neuer. Neymar meiddist á síðasta heimsmeistaramóti og væri gífurlegt áfall fyrir Brasilíu ef hann kæmist ekki með liðinu til Rússlands í sumar. Hann fór í aðgerð fyrir skömmu eftir að hafa brotið bein í ristinni og gæti verið frá í þrjá mánuði. Fyrirliði þýska landsliðsins, Manuel Neuer, fótbrotnaði í september á síðasta ári og hefur síðan sett stefnuna á að verða orðin klár fyrir heimsmeistaramótið. Hann fór hins vegar fyrir skömmu til Tælands í endurhæfingu og telur Sky það ekki vera góðs viti fyrir ástand hans. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern Munich, hefur þó sagt að hann sé jákvæður fyrir því að Neuer geti snúið aftur á völlinn í apríl. Aðrir leikmenn sem Sky nefnir eru Harry Winks, Filipe Luis og Alexander Kokorin en listann í heild sinni má sjá á vef Sky Sports.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira