Ekkert liggur fyrir um hvort eða hvaða ráðamenn fara til Rússlands í sumar Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2018 13:30 Líklegt verður að teljast að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og Lilja Dögg íþróttamálaráðherra hafi ætlað sér á HM í sumar, en ekkert liggur fyrir um það innan ráðuneytisins hvort, hverjir eða hversu margir eru að fara. Hvað þá hvað þetta mun kosta. Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar. Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar.
Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46
Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00