Ekkert liggur fyrir um hvort eða hvaða ráðamenn fara til Rússlands í sumar Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2018 13:30 Líklegt verður að teljast að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og Lilja Dögg íþróttamálaráðherra hafi ætlað sér á HM í sumar, en ekkert liggur fyrir um það innan ráðuneytisins hvort, hverjir eða hversu margir eru að fara. Hvað þá hvað þetta mun kosta. Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar. Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar.
Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46
Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00