Fótbolti

Usain Bolt á reynslu til Borussia Dortmund

Einar Sigurvinsson skrifar
Heimsmethafinn Usain Bolt stefnir á að spila fyrir Manchester United.
Heimsmethafinn Usain Bolt stefnir á að spila fyrir Manchester United. getty

Fyrrum fljótasti maður heims, Usain Bolt, fær að mæta á tveggja daga reynslu til þýska stórliðsins Borussia Dortmund. Fyrsta æfing Bolt er á morgun og verður opin almenningi.

Usain Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna í ágúst í fyrra eftir að hafa unnið til átta gullverðlauna á Ólympíuleikum og ellefu heimsmeistaratitla. Heimsmet hans í 100 og 200 metra hlaupi standa enn.

Bolt, sem er 31 árs gamall, segir að æfingarnar tvær hjá Dortmund muni ráða því láti hvort hann haldi áfram að eltast við drauminn um knattspyrnuferil.

„Ég mun sjá á þessum æfingum í hvaða gæðaflokki ég er. Það mun ráða því hvort ég held þessu áfram eða segi: „Veistu hvað, ég er sennilega ekki nægilega góður.“ Við sjáum hvað gerist næstu tvo daga.“

„Ég er fljótur svo ég er að fara að nota hraðann minn,“ segir Bolt, aðspurður hver konar leikmaður hann sé.

„Ég kann vel við mig á vinstri kantinum. Það er uppáhalds staðan mín en flestir segja að ég eigi líklegast eftir að spila uppi á topp, við sjáum hvað gerist.“

Hann er ekki búinn að gefa upp vonina um að spila einn daginn fyrir  Manchester United sem er hans uppáhalds lið og segist hann hafa hafa rætt við þjálfara liðsins, José Mourinho og óskað eftir sæti í liðini. Hann sér fyrir sér reynsluna hjá Dortmund sem leið inn í Manchester liðið.

„Ég bað hann [Mourinho] um að fá sæti í liðinu en ætla að bíða þangað til ég er búinn á reynslunni með að þrýsta almennilega á hann.“
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.