Atvikið sem kostaði Pique ferilinn hjá United: „Ég vissi á því augnabliki að ég hafði misst trú Sir Alex“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 23:00 Pique og Sir Alex á góðri stundu vísir/getty „Ég get enn séð boltann fyrir mér fljúgandi í loftinu,“ sagði Gerard Pique þegar hann rifjar upp augnablikið sem batt enda á feril hans hjá Manchester United. Pique hefur verið einn besti varnarmaður heims undanfarin ár. Hann hefur unnið heims- og Evrópumeistaratitil með Spánverjum, unnið allt sem hægt er að vinna heima fyrir með Barcelona og Meistaradeild Evrópu. En hann á líka að baki Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Manchester United. Spánverjinn yfirgaf herbúðir Barcelona 17 ára gamall og fór til Englands árið 2004. Lífið í Englandi var erfitt fyrir hjá Pique en árið 2007 lofaði Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri United, að hann fengi um 25 leiki það tímabil. „Allt byrjaði vel. Ég fékk að spila svolítið við hlið Rio [Ferdinand]. Svo, í nóvember, fórum við að spila í Bolton,“ skrifar Pique í grein sinni í The Players Tribune. „Þetta var fast leikatriði. Ég átti að vera að passa Nicolas Anelka. Bolton vippaði boltanum inn í teiginn og ég hugsaði: „Ég ætla að vera aggressívur.““ „Ég hoppaði upp til þess að skalla boltann í burtu en ég missti alveg af honum. Þetta var eins og beint úr martröð. Boltinn hélt bara áfram. Þetta var þessi guli og fjólublái úrvalsdeildarbolti, munið þið?. Hann flaut framhjá höfðinu á mér eins og blaðra.“ Anelka náði boltanum og skoraði eina mark leiksins. United tapaði og það var Pique að kenna. „Sem ungur varnarmaður, ef þú gerir slík mistök þá getur stjórinn ekki treyst þér lengur. Þó hann vilji það, þá getur hann það ekki. Ég vissi á því augnabliki að ég hafði misst trú Sir Alex og líklegast trú flestra stuðningsmanna United.“ Pique spilaði 12 leiki fyrir United þetta tímabil og var svo seldur aftur til Barcelona. Hann á þó ekkert nema gott að segja um Sir Alex og sagði hann vera eins og faðir númer tvö. „Ég kom til Manchester United sem strákur og fór þaðan fullorðinn maður.“ Úrtak úr frásögn Pique má sjá í myndbandinu hér að neðan. Frásögn hans í heild sinni má lesa hér, en þar talar hann meðal annars um Lionel Messi og lýsir atviki í búningsklefa United þar sem hann hélt Roy Keane ætlaði að ganga frá sér. Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
„Ég get enn séð boltann fyrir mér fljúgandi í loftinu,“ sagði Gerard Pique þegar hann rifjar upp augnablikið sem batt enda á feril hans hjá Manchester United. Pique hefur verið einn besti varnarmaður heims undanfarin ár. Hann hefur unnið heims- og Evrópumeistaratitil með Spánverjum, unnið allt sem hægt er að vinna heima fyrir með Barcelona og Meistaradeild Evrópu. En hann á líka að baki Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Manchester United. Spánverjinn yfirgaf herbúðir Barcelona 17 ára gamall og fór til Englands árið 2004. Lífið í Englandi var erfitt fyrir hjá Pique en árið 2007 lofaði Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri United, að hann fengi um 25 leiki það tímabil. „Allt byrjaði vel. Ég fékk að spila svolítið við hlið Rio [Ferdinand]. Svo, í nóvember, fórum við að spila í Bolton,“ skrifar Pique í grein sinni í The Players Tribune. „Þetta var fast leikatriði. Ég átti að vera að passa Nicolas Anelka. Bolton vippaði boltanum inn í teiginn og ég hugsaði: „Ég ætla að vera aggressívur.““ „Ég hoppaði upp til þess að skalla boltann í burtu en ég missti alveg af honum. Þetta var eins og beint úr martröð. Boltinn hélt bara áfram. Þetta var þessi guli og fjólublái úrvalsdeildarbolti, munið þið?. Hann flaut framhjá höfðinu á mér eins og blaðra.“ Anelka náði boltanum og skoraði eina mark leiksins. United tapaði og það var Pique að kenna. „Sem ungur varnarmaður, ef þú gerir slík mistök þá getur stjórinn ekki treyst þér lengur. Þó hann vilji það, þá getur hann það ekki. Ég vissi á því augnabliki að ég hafði misst trú Sir Alex og líklegast trú flestra stuðningsmanna United.“ Pique spilaði 12 leiki fyrir United þetta tímabil og var svo seldur aftur til Barcelona. Hann á þó ekkert nema gott að segja um Sir Alex og sagði hann vera eins og faðir númer tvö. „Ég kom til Manchester United sem strákur og fór þaðan fullorðinn maður.“ Úrtak úr frásögn Pique má sjá í myndbandinu hér að neðan. Frásögn hans í heild sinni má lesa hér, en þar talar hann meðal annars um Lionel Messi og lýsir atviki í búningsklefa United þar sem hann hélt Roy Keane ætlaði að ganga frá sér.
Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira