Innlent

Dulnefni Stellu stoppi ekki greiðslur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lengi hefur fólk spurt sig að því hver Stella Blómkvist kann að vera.
Lengi hefur fólk spurt sig að því hver Stella Blómkvist kann að vera.
Settur umboðsmaður Alþingis mælist til þess að bókasafnssjóður leysi efnislega úr máli Stellu Blómkvist leiti höfundurinn á ný til sjóðsins.

Um árabil hefur einstaklingur skrifað bækur undir dulnefninu Stella Blómkvist. Höfundurinn hefur yfir fjórtán ára tímabil sent erindi til sjóðsins og spurt um rétt sinn til greiðslna á grundvelli laga um bókmenntir. Svar sjóðsins til höfundarins var að til að fá afgreiðslu þyrfti umsókninni að fylgja nafn og kennitala.

Í kvörtun höfundarins var því haldið fram að með þessari afstöðu nefndarinnar væri hann settur í þá stöðu að þurfa að velja á milli þess að viðhalda nafnleyndinni og lögbundins réttar til greiðslna fyrir afnot á bókum hans.

Settur umboðsmaður taldi skilyrði sjóðsins fela í sér of fortakslausar kröfur til sönnunar sem ekki væru í samræmi við lög. Höfundurinn gæti mögulega sýnt fram á með öðrum hætti en nafni og kennitölu að hann ætti rétt á greiðslum úr sjóðnum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.