Erlent

Ruslflekinn á Kyrrahafi stækkar ört

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Talið er að 80 þúsund tonn af plasti sé nú að finna í flekanum
Talið er að 80 þúsund tonn af plasti sé nú að finna í flekanum Skjáskot
Plastruslið sem hvirfillinn í Norður-Kyrrahafi hefur sogað til sín hrannast upp og stækkar ruslflekinn þar enn á miklum hraða. Þetta leiðir rannsókn sem Sjávarhreinsunarstofnunin í Delft, Hollandi, vann í samstarfi við alþjóðlegan hóp rannsakenda.

Rannsakendur telja að nú hafi um 80.000 tonn af plasti safnast saman á flekanum sem er staðsettur á milli Kaliforníu og Hawaii. Sú tala er um sextán sinnum hærri en áður var talið, að sögn rannsakenda.

Þótt hvirfillinn í Norður-Kyrrahafi sé án nokkurs vafa sá þekktasti er hann ekki sá eini sem sogar til sín rusl. Slíkir hvirflar eru einnig í Suður-Kyrrahafi, Norður- og Suður-Atlantshafi og í Indlandshafi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.