Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:04 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir manninum. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi. Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21