Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 18:59 Sett hefur verið saman aðgerðaráætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Vísir/Hanna Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun
Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30