Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. mars 2018 20:00 Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum. Suðurskautslandið Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum.
Suðurskautslandið Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira