Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:30 Helgi Steinar er síður en svo dáinn, hann var ný lentur frá Benidorm þegar blaðamaður náði í hann. Skjáskot Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018 Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018
Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent