Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:30 Helgi Steinar er síður en svo dáinn, hann var ný lentur frá Benidorm þegar blaðamaður náði í hann. Skjáskot Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018 Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018
Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15