Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:30 Helgi Steinar er síður en svo dáinn, hann var ný lentur frá Benidorm þegar blaðamaður náði í hann. Skjáskot Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018 Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018
Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15