Heimsmeistari frá 1978 skilaði sér ekki upp í flugvél til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 20:00 René Houseman. Vísir/Getty Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968. HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968.
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira