Erdogan vill enn í ESB Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 16:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða. Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða.
Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira