Amish fólkið lifir lengur Elín Albertsdóttir skrifar 27. mars 2018 07:58 Það er margt forvitnilegt í samfélagi Amish fólksins Vísir/Getty Amish fólkið býr aðallega í Pennsylvaníu, Ohio og Indiana í Bandaríkjunum. Það lifir fábreyttu lífi án bíla, sjónvarps, síma, tölva eða jafnvel rafmagns. Yfirleitt neitar það sér um alla þá tækni sem öðrum finnst sjálfsagt að nota. Reykingar eru sjaldgæfar hjá Amish fólkinu, einstaka karlmaður reykir en konur ekki. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Ohio voru Amish íbúar með 40% lægri tíðni krabbameins en aðrir íbúar í fylkinu. Reyndar er hár blóðþrýstingur aðeins algengari en hjá öðrum en það gæti stafað af mataræðinu sem er mjög þungt. Amish fólkið borðar pönnukökur, egg og pylsur á morgnana og kjöt, kartöflur og sósu í kvöldmat. Hins vegar vinnur fólkið án tækja og hreyfir sig mikið. Þess vegna brenna Amish íbúar fleiri kaloríum en aðrir Bandaríkjamenn.Góð gen Ein helsta ástæða fyrir því að Amish fólkið er langlífara en aðrir íbúar Bandaríkjanna getur þó tengst genum. Þeir sem aðhyllast Amish eru um 318 þúsund en þeir eru afkomendur 200 fjölskyldna sem fluttu til Bandaríkjanna um 1700. Þeir giftu sig innan Amish samfélagsins og þess vegna hafa sömu genin gengið mann fram af manni. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega við Northwestern University virðast genin í Amish samfélaginu gera fólkinu kleift að lifa að minnsta kosti 10% lengur en aðrir. Aðrir þættir eins og til dæmis lífsstíll virðist sömuleiðis hægja á öldrun. Til eru góð og slæm gen en Amish fólkið virðist hafa verið heppið þegar kemur að genunum, að því er greint er frá í Time. Þeir sem eldast í Amish samfélaginu búa heima hjá ættingjum sem hugsa um þá. Talið er að það geri heilmikið fyrir heilsuna að vera í öryggi fjölskyldunnar þegar aldurinn færist yfir. Í daglegum hraða bandarísks samfélags er ekki mikill tími fyrir fólk til að sinna öldruðum foreldrum en því er öðruvísi farið hjá Amish fólkinu.Tíminn virðist standa í stað hjá Amish fólkinu enda neitar það sér um öll nútímaþægindi.Vísir/gettyHaldið í gamlar hefðir Amish samfélagið er forvitnilegt á margan hátt. Það hefur ekkert breyst í gegnum aldirnar og mjög er haldið í gamlar hefðir. Klæðaburður er einfaldur, kvenfólkið klæðist ermalöngum kjólum með svuntu. Hárið má ekki klippa. Á höfði bera þær húfu, svarta ef þær eru einhleypar en hvíta séu þær giftar. Amish konur mega ekki ganga með skartgripi. Karlmenn ganga í dökkum fötum, víðum buxum og skyrtu. Þeir ganga með hatt og eftir að þeir kvænast mega þeir ekki raka skegg sitt. Fatnaður Amish fólksins er tjáning trúar að þeirra mati. Árið 1919 var samþykkt meðal Amish að rafmagn skyldi ekki innleitt í byggðir þeirra. Rafmagn væri af hinu illa, gæti leitt til of mikilla freistinga og haft skaðleg áhrif á kirkjusókn og fjölskyldulíf. Mörgum þætti skrítið að neita sér um nútíma þægindi en Amish gildin ganga einmitt út á það. Til dæmis verndar Amish samfélagið þegna sína gagnvart utanaðkomandi áreiti eins og frá útvarpi og sjónvarpi. Börnin taka þátt í húsverkum og gæta yngri systkina. Bannað er að leika á hljóðfæri enda telst það til veraldlegra gæða. Engin ofþyngd Amish fólkið starfar við að rækta landið og selja afurðir sínar á mörkuðum. Ferðaþjónusta hefur aukist en margir vilja sjá með eigin augun hvernig Amish fólkið býr og starfar. Lífið er einfalt en getur verið erfitt. Því hefur verið haldið fram að Amish börn séu hamingjusamari en önnur börn. Þau eru alin upp við sterk fjölskyldubönd og mikið lagt upp úr fyrirgefningu. Þau þekkja ekki tölvuleiki eða sjónvarpsþætti en nota eigin sköpunargáfu til að skemmta sér. Árið 2004 fékk American College of Sports Medicine nokkra Amish sjálfboðaliða til að vera með skrefamæli. Niðurstöðurnar sýndu að Amish karlar tóku 18.425 skref á dag og konur 14.196. Stöðugt er verið að hvetja fólk til að ná tíu þúsund skrefum á dag en fæstum tekst það. Offita er nánast óþekkt í samfélagi Amish sem þýðir að sykursýki 2 er sjaldgæfur sjúkdómur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Amish fólkið býr aðallega í Pennsylvaníu, Ohio og Indiana í Bandaríkjunum. Það lifir fábreyttu lífi án bíla, sjónvarps, síma, tölva eða jafnvel rafmagns. Yfirleitt neitar það sér um alla þá tækni sem öðrum finnst sjálfsagt að nota. Reykingar eru sjaldgæfar hjá Amish fólkinu, einstaka karlmaður reykir en konur ekki. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Ohio voru Amish íbúar með 40% lægri tíðni krabbameins en aðrir íbúar í fylkinu. Reyndar er hár blóðþrýstingur aðeins algengari en hjá öðrum en það gæti stafað af mataræðinu sem er mjög þungt. Amish fólkið borðar pönnukökur, egg og pylsur á morgnana og kjöt, kartöflur og sósu í kvöldmat. Hins vegar vinnur fólkið án tækja og hreyfir sig mikið. Þess vegna brenna Amish íbúar fleiri kaloríum en aðrir Bandaríkjamenn.Góð gen Ein helsta ástæða fyrir því að Amish fólkið er langlífara en aðrir íbúar Bandaríkjanna getur þó tengst genum. Þeir sem aðhyllast Amish eru um 318 þúsund en þeir eru afkomendur 200 fjölskyldna sem fluttu til Bandaríkjanna um 1700. Þeir giftu sig innan Amish samfélagsins og þess vegna hafa sömu genin gengið mann fram af manni. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega við Northwestern University virðast genin í Amish samfélaginu gera fólkinu kleift að lifa að minnsta kosti 10% lengur en aðrir. Aðrir þættir eins og til dæmis lífsstíll virðist sömuleiðis hægja á öldrun. Til eru góð og slæm gen en Amish fólkið virðist hafa verið heppið þegar kemur að genunum, að því er greint er frá í Time. Þeir sem eldast í Amish samfélaginu búa heima hjá ættingjum sem hugsa um þá. Talið er að það geri heilmikið fyrir heilsuna að vera í öryggi fjölskyldunnar þegar aldurinn færist yfir. Í daglegum hraða bandarísks samfélags er ekki mikill tími fyrir fólk til að sinna öldruðum foreldrum en því er öðruvísi farið hjá Amish fólkinu.Tíminn virðist standa í stað hjá Amish fólkinu enda neitar það sér um öll nútímaþægindi.Vísir/gettyHaldið í gamlar hefðir Amish samfélagið er forvitnilegt á margan hátt. Það hefur ekkert breyst í gegnum aldirnar og mjög er haldið í gamlar hefðir. Klæðaburður er einfaldur, kvenfólkið klæðist ermalöngum kjólum með svuntu. Hárið má ekki klippa. Á höfði bera þær húfu, svarta ef þær eru einhleypar en hvíta séu þær giftar. Amish konur mega ekki ganga með skartgripi. Karlmenn ganga í dökkum fötum, víðum buxum og skyrtu. Þeir ganga með hatt og eftir að þeir kvænast mega þeir ekki raka skegg sitt. Fatnaður Amish fólksins er tjáning trúar að þeirra mati. Árið 1919 var samþykkt meðal Amish að rafmagn skyldi ekki innleitt í byggðir þeirra. Rafmagn væri af hinu illa, gæti leitt til of mikilla freistinga og haft skaðleg áhrif á kirkjusókn og fjölskyldulíf. Mörgum þætti skrítið að neita sér um nútíma þægindi en Amish gildin ganga einmitt út á það. Til dæmis verndar Amish samfélagið þegna sína gagnvart utanaðkomandi áreiti eins og frá útvarpi og sjónvarpi. Börnin taka þátt í húsverkum og gæta yngri systkina. Bannað er að leika á hljóðfæri enda telst það til veraldlegra gæða. Engin ofþyngd Amish fólkið starfar við að rækta landið og selja afurðir sínar á mörkuðum. Ferðaþjónusta hefur aukist en margir vilja sjá með eigin augun hvernig Amish fólkið býr og starfar. Lífið er einfalt en getur verið erfitt. Því hefur verið haldið fram að Amish börn séu hamingjusamari en önnur börn. Þau eru alin upp við sterk fjölskyldubönd og mikið lagt upp úr fyrirgefningu. Þau þekkja ekki tölvuleiki eða sjónvarpsþætti en nota eigin sköpunargáfu til að skemmta sér. Árið 2004 fékk American College of Sports Medicine nokkra Amish sjálfboðaliða til að vera með skrefamæli. Niðurstöðurnar sýndu að Amish karlar tóku 18.425 skref á dag og konur 14.196. Stöðugt er verið að hvetja fólk til að ná tíu þúsund skrefum á dag en fæstum tekst það. Offita er nánast óþekkt í samfélagi Amish sem þýðir að sykursýki 2 er sjaldgæfur sjúkdómur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira