Íslenska landsliðið gæti mest unnið sér inn 915 milljónir í Þjóðardeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 15:45 Íslensku strákarnir eru að búa til pening fyrir KSÍ. Vísir/Anton Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss). EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss).
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira