Utanríkisráðherra Rússa segir Bandaríkin kúga bandalagsríki sín Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. mars 2018 13:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, var ómyrkur í máli í morgun og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug, einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist sé afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu. vísir/getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45