Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir við rannsókn á líkamsleifum Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 14:27 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn á líkamsleifunum sem fundust á Faxaflóa. Vísir/Hanna Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi. Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45