Verkefnið dýrin í Strætó gengur eins og í sögu Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2018 10:15 Labradorhundurinn Neró er pollrólegur og til mikillar fyrirmyndar í strætisvagninum. visir/vilhelm Verkefnið að leyfa gæludýr í Strætó hefur gengið alveg ótrúlega vel að sögn Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Jóhannes segir að þau hjá Strætó mæli það meðal annars í því að kvartanir eru engar, kannski tvær eða þrjár ábendingar um hvað megi betur fara. „En, ekkert í líkingu við það sem búast mátti við. Þetta lítur vel út.“ Verkefnið var tímasett, hófst í byrjun mars og tímabundin undaþága mun vera í gildi til mars 2019. Þá verður vegið og metið hvernig þetta hefur gengið. Jóhannes segir, byggt á samtölum við vagnstjóra, að ekki sé mikið um að fólk nýti sér þetta. „Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að þetta er undir einu prósenti ferðir sem fólk er með gæludýr með sér.“Jóhannes er afar ánægður með hvernig til hefur tekist.visir/anton brinkJóhannes segir að þau hjá Strætó hafi endurgreitt þrjú til fimm kort, þá til fólks sem hafði keypt sér Strætókort en taldi sig ekki geta nýtt þau eftir að leyfi var gefið fyrir gæludýrum í Strætó. „Þetta er miklu minna en við bjuggumst við miðað við umræðuna,“ segir Jóhannes. Sem hefur það til marks um að oft láti hærra í þeim sem hafa sterkar skoðanir og því sé svo ruglað saman við almennan vilja. „Fólki og fjölmiðlum finnst skemmtilegra að bera slíkt á borð. En, þetta er að ganga mjög vel og við erum bjartsýn á að þetta verkefni gangi áfram vel, vonandi heldur þetta áfram. Við ætlum að keyra þetta í eitt ár, safna upplýsingum. Við erum við með hóp sem hittist nokkrum sinnum á tímabilinu sem fer yfir málið. Þá verða fengnir hagsmunahópar til að ýta á sitt fólk með að virða reglur og haga sér vel.“ Samgöngur Tengdar fréttir Gæludýr leyfð í Strætó frá og með morgundeginum Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. 28. febrúar 2018 12:33 Ýmislegt sem hundaeigendur þurfa að huga að vilji þeir fara með hundinn í strætó Til dæmis er mikilvægt að leyfa hundinum ekki að heilsa öðrum í strætó. 1. mars 2018 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Verkefnið að leyfa gæludýr í Strætó hefur gengið alveg ótrúlega vel að sögn Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Jóhannes segir að þau hjá Strætó mæli það meðal annars í því að kvartanir eru engar, kannski tvær eða þrjár ábendingar um hvað megi betur fara. „En, ekkert í líkingu við það sem búast mátti við. Þetta lítur vel út.“ Verkefnið var tímasett, hófst í byrjun mars og tímabundin undaþága mun vera í gildi til mars 2019. Þá verður vegið og metið hvernig þetta hefur gengið. Jóhannes segir, byggt á samtölum við vagnstjóra, að ekki sé mikið um að fólk nýti sér þetta. „Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að þetta er undir einu prósenti ferðir sem fólk er með gæludýr með sér.“Jóhannes er afar ánægður með hvernig til hefur tekist.visir/anton brinkJóhannes segir að þau hjá Strætó hafi endurgreitt þrjú til fimm kort, þá til fólks sem hafði keypt sér Strætókort en taldi sig ekki geta nýtt þau eftir að leyfi var gefið fyrir gæludýrum í Strætó. „Þetta er miklu minna en við bjuggumst við miðað við umræðuna,“ segir Jóhannes. Sem hefur það til marks um að oft láti hærra í þeim sem hafa sterkar skoðanir og því sé svo ruglað saman við almennan vilja. „Fólki og fjölmiðlum finnst skemmtilegra að bera slíkt á borð. En, þetta er að ganga mjög vel og við erum bjartsýn á að þetta verkefni gangi áfram vel, vonandi heldur þetta áfram. Við ætlum að keyra þetta í eitt ár, safna upplýsingum. Við erum við með hóp sem hittist nokkrum sinnum á tímabilinu sem fer yfir málið. Þá verða fengnir hagsmunahópar til að ýta á sitt fólk með að virða reglur og haga sér vel.“
Samgöngur Tengdar fréttir Gæludýr leyfð í Strætó frá og með morgundeginum Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. 28. febrúar 2018 12:33 Ýmislegt sem hundaeigendur þurfa að huga að vilji þeir fara með hundinn í strætó Til dæmis er mikilvægt að leyfa hundinum ekki að heilsa öðrum í strætó. 1. mars 2018 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Gæludýr leyfð í Strætó frá og með morgundeginum Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. 28. febrúar 2018 12:33
Ýmislegt sem hundaeigendur þurfa að huga að vilji þeir fara með hundinn í strætó Til dæmis er mikilvægt að leyfa hundinum ekki að heilsa öðrum í strætó. 1. mars 2018 14:16