Árið 2017 í myndum 10. mars 2018 11:00 Anna Katrín, Nína Rún, Glódís Tara og Halla Ólöf á húðflúrstofunni Bleksmiðjunni. Umsögn dómnefndar: Ekki er annað að sjá en að hér sé eitthvað alvanalegt að gerast. Húðflúr sem ristir ekki djúpt. Vinkonur saman. Það er þó víðsfjarri öllum sanni og myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Nú stendur yfir árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara í Esju í Hörpu. Á henni er að finna 105 myndir teknar á árinu 2017. Úr þeim voru valdar sigurmyndir í sjö flokkum auk bestu myndar ársins. Stefán Karlsson var verðlaunaður fyrir mynd ársins 2017. Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Eyþór Árnason sem átti bestu mynd í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir sem átti myndröð ársins og portrait ársins, Kristinn Magnússon sem átti bestu íþróttamynd ársins, Hörður Sveinsson sem tók bestu umhverfismynd ársins, Heiðdís G. Gunnarsdóttir sem fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Aldís Pálsdóttir sem tók tímaritamynd ársins 2017.Órjúfanleg bönd „Þær voru að hittast í fyrsta skipti og maður fann það á stemningunni sem þarna ríkti,“ segir Stefán Karlsson ljósmyndari um þann anda sem ríkti á hlúðflúrstofunni Bleksmiðjunni þar sem hann tók mynd ársins 2017 af þeim Nínu Rún Bergsdóttur, Önnu Katrínu Snorradóttur, Glódísi Töru og Höllu Ólöfu Jónsdóttur. Þær voru komnar saman til þess að fá sér sama húðflúrið: I am the storm. Þær eiga það sameiginlegt að Robert Downey braut á þeim í æsku. Myndin þótti táknræn fyrir árið því reynsla þeirra og barátta fyrir réttlæti kom af stað hreyfingunni: Höfum hátt. „Við erum allar tengdar órjúfanlegum böndum,“ sagði Anna Katrín í viðtali við blaðamann af því tilefni.Umsögn dómnefndar: Hér hefur tekist að fanga eitt af undrum hversdagsleikans. Fjarri öfgum blaðaljósmynda skynjum við hér kjarna mannlegrar tilveru. Svona er lífið. Þessi friðsæla mynd sem snertir okkur í hjartastað og fær okkur til að brosa hið innra. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg GunnarsdóttirMóðurást „Þetta er systir mín á myndinni,“ segir Heiðdís G. Gunnarsdóttir um fallega mynd af móður að gefa barni brjóst sem þótti besta mynd í flokki daglegs lífs. „Þetta er nokkrum dögum eftir að stúlkan hennar fæddist. Eldri strákurinn er upptekinn af móður sinni og nýrri systur. Það er mikil nánd í þessari mynd, ég kom til þess að taka hefðbundna ungbarnamynd en stúlkan vildi ekki sofa og systir mín er að gefa henni brjóst,“ segir Heiðdís frá.Bebba hefur beðið eftir félagslegri íbúð hjá Akureyrarbæ í fjögur ár. Hún er númer 44 á biðlista og þarf jafnvel að bíða í fjögur ár í viðbót. Ljósmynd/Heiða HelgadóttirNáungakærleikur í Laugardalnum „Ég tók þessar myndir á mánaðartímabili, þetta er indælisfólk,“ segir Heiða Helgadóttir um myndaröð sína af fólki sem bjó í húsbílum í Laugardal. „Mig langaði að kynnast samfélaginu og komst að því að þarna ríkti mikill náungakærleikur á milli fólks í vondri stöðu. Þetta fólk stóð saman. Þarna var til dæmis maður sem bjó í bílnum sínum en fólkið á svæðinu lagðist á eitt um að finna fyrir hann hjólhýsi. Þarna var líka hún Bebba sem hefur búið í húsbílnum sínum í fjögur ár. Hún fór út úr íbúðinni sinni á Akureyri því hún taldi hana of stóra fyrir sig. Vildi rýma hana fyrir stærri fjölskyldu. Svo fékk hún ekki minni íbúð fyrir sig sjálfa og hefur verið á biðlista í fjögur ár, segir Heiða frá sem tók myndirnar fyrir Stundina. Sýningin stendur til 25. mars og er hægt að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar á Blurb.com. Meira um sýninguna og sögurnar á bak við myndir ljósmyndara í Fréttablaðinu plús, sérstökum viðauka við vefútgáfu blaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Nú stendur yfir árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara í Esju í Hörpu. Á henni er að finna 105 myndir teknar á árinu 2017. Úr þeim voru valdar sigurmyndir í sjö flokkum auk bestu myndar ársins. Stefán Karlsson var verðlaunaður fyrir mynd ársins 2017. Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Eyþór Árnason sem átti bestu mynd í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir sem átti myndröð ársins og portrait ársins, Kristinn Magnússon sem átti bestu íþróttamynd ársins, Hörður Sveinsson sem tók bestu umhverfismynd ársins, Heiðdís G. Gunnarsdóttir sem fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Aldís Pálsdóttir sem tók tímaritamynd ársins 2017.Órjúfanleg bönd „Þær voru að hittast í fyrsta skipti og maður fann það á stemningunni sem þarna ríkti,“ segir Stefán Karlsson ljósmyndari um þann anda sem ríkti á hlúðflúrstofunni Bleksmiðjunni þar sem hann tók mynd ársins 2017 af þeim Nínu Rún Bergsdóttur, Önnu Katrínu Snorradóttur, Glódísi Töru og Höllu Ólöfu Jónsdóttur. Þær voru komnar saman til þess að fá sér sama húðflúrið: I am the storm. Þær eiga það sameiginlegt að Robert Downey braut á þeim í æsku. Myndin þótti táknræn fyrir árið því reynsla þeirra og barátta fyrir réttlæti kom af stað hreyfingunni: Höfum hátt. „Við erum allar tengdar órjúfanlegum böndum,“ sagði Anna Katrín í viðtali við blaðamann af því tilefni.Umsögn dómnefndar: Hér hefur tekist að fanga eitt af undrum hversdagsleikans. Fjarri öfgum blaðaljósmynda skynjum við hér kjarna mannlegrar tilveru. Svona er lífið. Þessi friðsæla mynd sem snertir okkur í hjartastað og fær okkur til að brosa hið innra. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg GunnarsdóttirMóðurást „Þetta er systir mín á myndinni,“ segir Heiðdís G. Gunnarsdóttir um fallega mynd af móður að gefa barni brjóst sem þótti besta mynd í flokki daglegs lífs. „Þetta er nokkrum dögum eftir að stúlkan hennar fæddist. Eldri strákurinn er upptekinn af móður sinni og nýrri systur. Það er mikil nánd í þessari mynd, ég kom til þess að taka hefðbundna ungbarnamynd en stúlkan vildi ekki sofa og systir mín er að gefa henni brjóst,“ segir Heiðdís frá.Bebba hefur beðið eftir félagslegri íbúð hjá Akureyrarbæ í fjögur ár. Hún er númer 44 á biðlista og þarf jafnvel að bíða í fjögur ár í viðbót. Ljósmynd/Heiða HelgadóttirNáungakærleikur í Laugardalnum „Ég tók þessar myndir á mánaðartímabili, þetta er indælisfólk,“ segir Heiða Helgadóttir um myndaröð sína af fólki sem bjó í húsbílum í Laugardal. „Mig langaði að kynnast samfélaginu og komst að því að þarna ríkti mikill náungakærleikur á milli fólks í vondri stöðu. Þetta fólk stóð saman. Þarna var til dæmis maður sem bjó í bílnum sínum en fólkið á svæðinu lagðist á eitt um að finna fyrir hann hjólhýsi. Þarna var líka hún Bebba sem hefur búið í húsbílnum sínum í fjögur ár. Hún fór út úr íbúðinni sinni á Akureyri því hún taldi hana of stóra fyrir sig. Vildi rýma hana fyrir stærri fjölskyldu. Svo fékk hún ekki minni íbúð fyrir sig sjálfa og hefur verið á biðlista í fjögur ár, segir Heiða frá sem tók myndirnar fyrir Stundina. Sýningin stendur til 25. mars og er hægt að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar á Blurb.com. Meira um sýninguna og sögurnar á bak við myndir ljósmyndara í Fréttablaðinu plús, sérstökum viðauka við vefútgáfu blaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira