Sigurður Ingi endurkjörinn: Vill nýta fjármuni úr bönkunum í samgöngumál Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:01 Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður. Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður.
Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38
Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58
Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53