Sigurður Ingi endurkjörinn: Vill nýta fjármuni úr bönkunum í samgöngumál Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:01 Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður. Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður.
Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38
Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58
Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53