Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2018 19:00 Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum. Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum.
Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36
Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00