Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2018 19:00 Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum. Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum.
Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36
Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00