Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2018 19:00 Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum. Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Þetta er hans ákvörðun að segja af sér“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum.
Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Þetta er hans ákvörðun að segja af sér“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36
Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00