Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:42 Schwarzenegger ætlar einnig að standa fyrir stórri umhverfisráðstefnu í Vín í maí. Vísir/AFP Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico. Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46