Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:30 Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún. Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún.
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45