Fótbolti

Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, með fyrstu nýju landsliðstreyjuna.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, með fyrstu nýju landsliðstreyjuna. vísir/rakel
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis.

Guðni ræddi við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, í beinni útsendingu stuttu efitr að forsetinn fékk fyrstu treyjuna afhenta. Búningurinn er hannaður vegna HM í knattspyrnu karla í sumar. 

Stefán spurði forsetann hvað honum þætti í alvörunni um treyjuna.

„Mér finnst hún í alvörunni fín,“ svaraði Guðni en bætti því við að þegar fyrsta sýnishornið var sýnt í myndbandi fyrir nokkrum vikum og það sást í doppur þá hefði forsetinn orðið smá hræddur um að kannski væri verið að fara of bratt í breytingar.

 

„En mér finnst hún fín og ég hlakka til að sjá íslenska landsliðið klæðast þessari treyju,“ sagði forsetinn.

Það var hönnuður hjá íþróttaframleiðandanum Errea sem hannaði treyjuna. Sagði Þorvaldur Ólafsson hjá Errea á Íslandi þegar hann kynnti treyjuna að hönnuðurinn hefði haft einkenni Íslands í huga, eld, ís, kviku, hraun, vatn og jökla.


Tengdar fréttir

Svona lítur HM-búningur Íslands út

Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×