Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:36 Að sögn lögreglu á svæðinu eru nokkrir látnir. Vísir/AFP Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira