Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. mars 2018 20:58 Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“ Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“
Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45