Innlent

Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Auk Elísabetar (2.f.h.) voru þrjú kjörin fulltrúar á Réttindaskrifstofu SHÍ í kvöld. Sonja Sigríður Jónsdóttir, Pétur Geir Steinsson og Elísa Björg Grímsdóttir.
Auk Elísabetar (2.f.h.) voru þrjú kjörin fulltrúar á Réttindaskrifstofu SHÍ í kvöld. Sonja Sigríður Jónsdóttir, Pétur Geir Steinsson og Elísa Björg Grímsdóttir. SHÍ

Elísabet Brynjarsdóttir var kjörin formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum í kvöld. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Áherslumál hennar verða húsnæðismál stúdenta, nýtt lánasjóðsfrumvarp og bætt geðheilbrigðisþjónusta við nemendu háskólans.

Í tilkynningu frá SHÍ kemur fram að Elísabet hafi útskrifast sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní og hún hafi starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar - geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands og hefur gegnt hlutverki oddvita Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, samhliða því. Röskva vann meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs í febrúar.

Áður var Elísabet formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasvið síðustu tvö starfsárin en hún lætur nú af störfum þar.

Á skiptafundi voru þrír menn kjörnir fulltrúar á Réttindaskrifstofu SHÍ. Sonja Sigríður Jónsdóttir var kjörin varaformaður, Pétur Geir Steinsson hagsmunafulltrúi og Elísa Björg Grímsdóttir lánasjóðsfulltrúi. 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.