Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðismanna í borginni. VISIR/ANTON BRINK „Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45