Meirihlutinn í borginni myndi halda Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. febrúar 2018 05:45 Tveir turnar eru þegar farnir að myndast í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/GVA „Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent