Þakklátar konur strax byrjaðar að rjúka á hana í sundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 11:46 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands og ábyrgðarmaður rannsókn Mynd/Háskóli Íslands „Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér. Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
„Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér.
Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47