Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 09:47 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Mynd/Háskóli Íslands Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira