Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 21:00 Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes. Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes.
Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira