Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 21:00 Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes. Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes.
Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira