Stríðið í Sýrlandi Víetnamstríð Rússlands Ingvar Þór Björnsson skrifar 4. mars 2018 11:40 Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum Vísir/HAG Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent