Fótbolti

Birkir Már vinnur ekki bara landsleiki heldur líka ferðavinninga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Már vinnur og vinnur.
Birkir Már vinnur og vinnur. mynd/Notaðir bílar - Brimborg
Bikir Már Sævarsson, landsliðsbakvörður í fótbolta, getur ekki hætt að vinna. Lífið leikur við Valsmanninn sem er á leiðinni á HM í sumar með strákunum okkar.

Eftir HM og tímabilið í Pepsi-deildinni er hann nefnilega á leiðinni í gott frí í boði Brimborgar því Birkir vinnur ekki bara landsleiki heldur líka ferðavinninga.

Bakvörðurinn eldfljóti keypti sér Ford Explorer á dögunum og vann eftir það Ferðafjörsleik Brimborgar í febrúar. Í sigurlaun fékk hann aðalferðavinninginn sem nemur 400.000 krónum.

Birkir Már tók við vinningnum úr höndum Ingigerðar Einarsdóttur, markaðsstjóra Ford, í höfuðstöðvum Brimborg sem er, eins og allir vita, öruggur staður til að vera á.

Birkir Már sneri heim úr atvinnumennsku í vetur og samdi við uppeldisfélag sitt Val. Hann er að reyna að komast í stutt lán til Norðurlanda til að vera betur undirbúinn fyrir HM en allt stefnir í að hann verði bara hér heima fram að Íslandsmótinu.

Valsmenn eru líklegir til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í sumar þannig hver veit nema Birkir taki aðra gullmedíalíu sína frá Íslandsmótinu þegar hann fær loks sumarfrí í október næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×