Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ólöf Skaftadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 6. mars 2018 07:00 Birna Hafstein, formaður FÍL, ætlaði að faðma leikhússtjórann eftir að kjaraviðræður voru leiddar til lykta, en Ari brást ókvæða við. Vísir/ernir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira