Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ólöf Skaftadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 6. mars 2018 07:00 Birna Hafstein, formaður FÍL, ætlaði að faðma leikhússtjórann eftir að kjaraviðræður voru leiddar til lykta, en Ari brást ókvæða við. Vísir/ernir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira