Efaðist aldrei um að hún hefði stuðning þingsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. mars 2018 19:52 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/hanna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist aldrei hafa efast um að hún hefði stuðning þingsins. Hún segist nú geta einbeitt sér að öðrum verkefnum, eftir að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingarinnar gegn henni var felld nú í kvöld. En hver eru fyrstu viðbrögð? „Þau eru bara að ég hef stuðning þingsins til minna starfa. Get núna farið að einbeita mér að verkefnunum framundan eins og fjármálaráðherra kom inn á í ágætri ræðu sinni. Þarna kom bara í ljós tilgangur þessarar vantrauststillögu. Menn nærast á þessu vantrauststali, vilja í rauninni raska hér vinnufriði, stjórnarandstaðan. Það er þeirra markmið í þessu. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu núna,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Vísi.Efaðist þú á einhverjum tímapunkti um að þú hefðir stuðning þingsins? „Nei.“ Allir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni nema tveir. Það voru þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna. „Það kemur mér svo sem ekkert á óvart miðað við hvernig þau eru að tala en það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður til. Það er ekki mitt að ræða framkomu þingmanna annarra stjórnarflokka. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.“ Sigríður segist nú horfa til framtíðar og vonast til að Landsréttarmálið sé nú að baki. „Ég skyldi nú ætla það og að því leyti var auðvitað mjög gott að þessi vantrauststillaga kom loksins fram. Það hefur lengi verið talað um hana og menn létu sig hafa það núna en auðvitað athyglisvert að öll stjórnarandstaðan var ekki með á henni. Menn máttu greina það að menn greiddu atkvæði með þessari þingsályktunartillögu með ýmsum örkum og út frá ýmsum sjónarhornum. Það var kannski ekki fullkominn einhugur hjá stjórnarandstöðunni.“ Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist aldrei hafa efast um að hún hefði stuðning þingsins. Hún segist nú geta einbeitt sér að öðrum verkefnum, eftir að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingarinnar gegn henni var felld nú í kvöld. En hver eru fyrstu viðbrögð? „Þau eru bara að ég hef stuðning þingsins til minna starfa. Get núna farið að einbeita mér að verkefnunum framundan eins og fjármálaráðherra kom inn á í ágætri ræðu sinni. Þarna kom bara í ljós tilgangur þessarar vantrauststillögu. Menn nærast á þessu vantrauststali, vilja í rauninni raska hér vinnufriði, stjórnarandstaðan. Það er þeirra markmið í þessu. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu núna,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Vísi.Efaðist þú á einhverjum tímapunkti um að þú hefðir stuðning þingsins? „Nei.“ Allir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni nema tveir. Það voru þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna. „Það kemur mér svo sem ekkert á óvart miðað við hvernig þau eru að tala en það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður til. Það er ekki mitt að ræða framkomu þingmanna annarra stjórnarflokka. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.“ Sigríður segist nú horfa til framtíðar og vonast til að Landsréttarmálið sé nú að baki. „Ég skyldi nú ætla það og að því leyti var auðvitað mjög gott að þessi vantrauststillaga kom loksins fram. Það hefur lengi verið talað um hana og menn létu sig hafa það núna en auðvitað athyglisvert að öll stjórnarandstaðan var ekki með á henni. Menn máttu greina það að menn greiddu atkvæði með þessari þingsályktunartillögu með ýmsum örkum og út frá ýmsum sjónarhornum. Það var kannski ekki fullkominn einhugur hjá stjórnarandstöðunni.“
Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13