Efaðist aldrei um að hún hefði stuðning þingsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. mars 2018 19:52 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/hanna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist aldrei hafa efast um að hún hefði stuðning þingsins. Hún segist nú geta einbeitt sér að öðrum verkefnum, eftir að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingarinnar gegn henni var felld nú í kvöld. En hver eru fyrstu viðbrögð? „Þau eru bara að ég hef stuðning þingsins til minna starfa. Get núna farið að einbeita mér að verkefnunum framundan eins og fjármálaráðherra kom inn á í ágætri ræðu sinni. Þarna kom bara í ljós tilgangur þessarar vantrauststillögu. Menn nærast á þessu vantrauststali, vilja í rauninni raska hér vinnufriði, stjórnarandstaðan. Það er þeirra markmið í þessu. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu núna,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Vísi.Efaðist þú á einhverjum tímapunkti um að þú hefðir stuðning þingsins? „Nei.“ Allir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni nema tveir. Það voru þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna. „Það kemur mér svo sem ekkert á óvart miðað við hvernig þau eru að tala en það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður til. Það er ekki mitt að ræða framkomu þingmanna annarra stjórnarflokka. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.“ Sigríður segist nú horfa til framtíðar og vonast til að Landsréttarmálið sé nú að baki. „Ég skyldi nú ætla það og að því leyti var auðvitað mjög gott að þessi vantrauststillaga kom loksins fram. Það hefur lengi verið talað um hana og menn létu sig hafa það núna en auðvitað athyglisvert að öll stjórnarandstaðan var ekki með á henni. Menn máttu greina það að menn greiddu atkvæði með þessari þingsályktunartillögu með ýmsum örkum og út frá ýmsum sjónarhornum. Það var kannski ekki fullkominn einhugur hjá stjórnarandstöðunni.“ Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist aldrei hafa efast um að hún hefði stuðning þingsins. Hún segist nú geta einbeitt sér að öðrum verkefnum, eftir að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingarinnar gegn henni var felld nú í kvöld. En hver eru fyrstu viðbrögð? „Þau eru bara að ég hef stuðning þingsins til minna starfa. Get núna farið að einbeita mér að verkefnunum framundan eins og fjármálaráðherra kom inn á í ágætri ræðu sinni. Þarna kom bara í ljós tilgangur þessarar vantrauststillögu. Menn nærast á þessu vantrauststali, vilja í rauninni raska hér vinnufriði, stjórnarandstaðan. Það er þeirra markmið í þessu. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu núna,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Vísi.Efaðist þú á einhverjum tímapunkti um að þú hefðir stuðning þingsins? „Nei.“ Allir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni nema tveir. Það voru þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna. „Það kemur mér svo sem ekkert á óvart miðað við hvernig þau eru að tala en það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður til. Það er ekki mitt að ræða framkomu þingmanna annarra stjórnarflokka. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.“ Sigríður segist nú horfa til framtíðar og vonast til að Landsréttarmálið sé nú að baki. „Ég skyldi nú ætla það og að því leyti var auðvitað mjög gott að þessi vantrauststillaga kom loksins fram. Það hefur lengi verið talað um hana og menn létu sig hafa það núna en auðvitað athyglisvert að öll stjórnarandstaðan var ekki með á henni. Menn máttu greina það að menn greiddu atkvæði með þessari þingsályktunartillögu með ýmsum örkum og út frá ýmsum sjónarhornum. Það var kannski ekki fullkominn einhugur hjá stjórnarandstöðunni.“
Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13