Ekki tækt að þingmenn fái hærri ökutækjastyrk en almenningur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:36 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingmenn geti ekki sett um sín störf aðrar reglur en þær sem þeir ætli almenningi að stara eftir. Þingmenn fá um 30 krónum meira endurgreitt á hvern kílómetra en hinn almenni borgari, aki þeir meira en 15 þúsund kílómetra á ári. Þetta kom fram í máli Þorsteins í umræðu um störf þingsins á þingfundi í dag. „Það er ánægjulegt að sjá að í þinginu virðist vera að skapast þverpólitísk sátt um að auka verulega gagnsæið á þessum greiðslum. Það er auðvitað rétt að hafa í huga að það er mjög eðlilegt að þingmönnum sé endurgreiddur starfskotnaður sinn og ferðakostnaður. Það er líka eðlilegt að sá kostnaður sé umtalsvert meiri hjá landsbyggðarþingmönnum heldur en þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að gagnsæið sem menn kalli nú eftir sé mikilvægt en að það sé hins vegar ekki fullnægjandi. Hann segir ljóst að það þurfi að taka reglur um starfskostnað til endurskoðunar.Tæpar 100 krónur á kílómetrann „Það vakti athygli mína þegar ég fór að skoða þær reglur sem um aksturskostnað þingmanna, það er að segja þær viðmiðunartölur um krónur á ekinn kílómetra sem notast er við, og eru skattfrjálsar samkvæmt sérlögum um þingfararkaup þingmanna, þær eru umtalsvert ríkulegri heldur en ríkisskattstjóri styðst við í almennum ökutækjastyrk og þeim reglum sem gilda um almenning almennt þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði,“ sagði Þorsteinn, en viðmið skattstjóra um ökutækjastyrk má nálgast hér. „Við getum ekki sett um okkar störf aðrar reglur en þærs em við ætlum almenningi í þessu landi að vinna og starfa eftir.“ Hann segir að það séu umtalsverðar fjárhæðir sem munar um. „Skattstjóri leggur svo að fyrir hvern ekinn kílómetra, þegar eknir eru 15 þúsund kílómetrar eða fleiri skuli greiddar 65 krónur á hvern kílómetra, meðaltalið okkar liggur sennilega einhvers staðar nærri 100 krónum. Þetta samsvarar tekjum á mánuði sem geta legið á bilinu 100 til 200 þúsund krónur að teknu tilliti til skatta, ef eknir eru 15 til 45 þúsund kílómetrar eins og hefur verið hér í umræðunni. Þetta er ekki tækt. þessu eigum við að breyta,“ sagði Þorsteinn að lokum og mátti heyra að margir þingmenn í salnum voru á sama máli. Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingmenn geti ekki sett um sín störf aðrar reglur en þær sem þeir ætli almenningi að stara eftir. Þingmenn fá um 30 krónum meira endurgreitt á hvern kílómetra en hinn almenni borgari, aki þeir meira en 15 þúsund kílómetra á ári. Þetta kom fram í máli Þorsteins í umræðu um störf þingsins á þingfundi í dag. „Það er ánægjulegt að sjá að í þinginu virðist vera að skapast þverpólitísk sátt um að auka verulega gagnsæið á þessum greiðslum. Það er auðvitað rétt að hafa í huga að það er mjög eðlilegt að þingmönnum sé endurgreiddur starfskotnaður sinn og ferðakostnaður. Það er líka eðlilegt að sá kostnaður sé umtalsvert meiri hjá landsbyggðarþingmönnum heldur en þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að gagnsæið sem menn kalli nú eftir sé mikilvægt en að það sé hins vegar ekki fullnægjandi. Hann segir ljóst að það þurfi að taka reglur um starfskostnað til endurskoðunar.Tæpar 100 krónur á kílómetrann „Það vakti athygli mína þegar ég fór að skoða þær reglur sem um aksturskostnað þingmanna, það er að segja þær viðmiðunartölur um krónur á ekinn kílómetra sem notast er við, og eru skattfrjálsar samkvæmt sérlögum um þingfararkaup þingmanna, þær eru umtalsvert ríkulegri heldur en ríkisskattstjóri styðst við í almennum ökutækjastyrk og þeim reglum sem gilda um almenning almennt þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði,“ sagði Þorsteinn, en viðmið skattstjóra um ökutækjastyrk má nálgast hér. „Við getum ekki sett um okkar störf aðrar reglur en þærs em við ætlum almenningi í þessu landi að vinna og starfa eftir.“ Hann segir að það séu umtalsverðar fjárhæðir sem munar um. „Skattstjóri leggur svo að fyrir hvern ekinn kílómetra, þegar eknir eru 15 þúsund kílómetrar eða fleiri skuli greiddar 65 krónur á hvern kílómetra, meðaltalið okkar liggur sennilega einhvers staðar nærri 100 krónum. Þetta samsvarar tekjum á mánuði sem geta legið á bilinu 100 til 200 þúsund krónur að teknu tilliti til skatta, ef eknir eru 15 til 45 þúsund kílómetrar eins og hefur verið hér í umræðunni. Þetta er ekki tækt. þessu eigum við að breyta,“ sagði Þorsteinn að lokum og mátti heyra að margir þingmenn í salnum voru á sama máli.
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21