Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2018 20:15 Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. Beðið er samantektar á framkvæmd gildandi reglna. Þær 4,6 milljónir sem Ásmundur Friðriksson fékk endurgreiddar í fyrra vegna aksturskostnaðar hafa dregið dilk á eftir sér. Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að breyta reglum um upplýsingagjöf um endurgreiðslur sem þingmenn fá vegna ferðakostnaðar og fundaði nefndin um málið í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður nefndin eftir samantekt um beitingu gildandi reglna áður en hún leggur fram tillögur sínar. Meðal þess sem er til skoðunar er breyting sem felur í sér birtingu upplýsinga um allar endurgreiðslur til þingmanna jafnóðum í lok hvers mánðar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að upplýsa þyrfti um allan ferðakostnað þingmanna. „Ekki bara akstur þeirra þingmanna sem aka heiman frá sér og til baka á hverjum degi, allan ferðakostnað, húsnæðiskostnað, kostnað við bílaleigubíla og svo framvegis, og svo framvegis. Af hverju er þetta viðkvæmt mál? Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í 3., 4. og 5. sæti,“ sagði Helga Vala. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata kvaddi sér líka hljóðs í umræðunni á þingi í dag. „Það er ógegnsæið, sem Alþingi hefur kannski ekki upplifað sem ógegnsæi hingað til, sem veldur tortryggninni. Því meira sem við getum birt um þetta allt saman, því betra. Því betra fyrir umræðuna, því betra fyrir þessa þingmenn sem njóta þessa kostnaðar eða nýta sér þessi réttindi,“ sagði Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. Beðið er samantektar á framkvæmd gildandi reglna. Þær 4,6 milljónir sem Ásmundur Friðriksson fékk endurgreiddar í fyrra vegna aksturskostnaðar hafa dregið dilk á eftir sér. Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að breyta reglum um upplýsingagjöf um endurgreiðslur sem þingmenn fá vegna ferðakostnaðar og fundaði nefndin um málið í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður nefndin eftir samantekt um beitingu gildandi reglna áður en hún leggur fram tillögur sínar. Meðal þess sem er til skoðunar er breyting sem felur í sér birtingu upplýsinga um allar endurgreiðslur til þingmanna jafnóðum í lok hvers mánðar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að upplýsa þyrfti um allan ferðakostnað þingmanna. „Ekki bara akstur þeirra þingmanna sem aka heiman frá sér og til baka á hverjum degi, allan ferðakostnað, húsnæðiskostnað, kostnað við bílaleigubíla og svo framvegis, og svo framvegis. Af hverju er þetta viðkvæmt mál? Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í 3., 4. og 5. sæti,“ sagði Helga Vala. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata kvaddi sér líka hljóðs í umræðunni á þingi í dag. „Það er ógegnsæið, sem Alþingi hefur kannski ekki upplifað sem ógegnsæi hingað til, sem veldur tortryggninni. Því meira sem við getum birt um þetta allt saman, því betra. Því betra fyrir umræðuna, því betra fyrir þessa þingmenn sem njóta þessa kostnaðar eða nýta sér þessi réttindi,“ sagði Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21