Sigurvegari kvöldsins vinnur líklega Meistaradeildina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:45 Didier Drogba vann Meistaradeildina 2012 eftir að hafa sigrað Barcelona í undanúrslitum. vísir/getty Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins fór langleiðina með að tryggja sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins fór langleiðina með að tryggja sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira